Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:44 Hin 49 ára Christine Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Getty Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31
Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49