Fær James Harden ofursamning hjá Houston Rockets? Siggeir Ævarsson skrifar 13. júní 2023 18:01 Harden vill sækja salt í grautinn Scott Taetsch/Getty Images Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum. Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira