Fá engan strandhjólastól í Holtsfjöru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 16:29 Strandhjólastóll kostar hátt í milljón krónur. Getty Ísafjarðarbær hefur hafnað því að kaupa sérstakan strandhjólastól fyrir Holtsfjöru í Önundarfirði. Telur bærinn það ekki vera hluta af grunnþjónustunni. Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu. Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu.
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?