„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 11:18 Sigríður segir að yfirleitt hagi fólk sér friðsamlega í Strætó en það hafi komið upp ofbeldismál. Vísir/Vilhelm, Strætó Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði. Samgöngur Strætó Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði.
Samgöngur Strætó Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira