Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 07:16 Nikola Jokic hefur svarað öllum efasemdaröddum og Denver Nuggets er NBA-meistari í fyrsta sinn. AP/Jack Dempsey Serbinn Nikola Jokic var að sjálfsögðu í aðalhlutverki í nótt þegar Denver Nuggets varð NBA-meistari í körfubolta í fyrsta sinn frá upphafi. Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023 NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira