Fótbolti

Ancelotti stefnir Everton fyrir vanefndir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlo Ancelotti stýrði Everton í um eitt og hálft ár.
Carlo Ancelotti stýrði Everton í um eitt og hálft ár. Lindsey Parnaby/PA Images via Getty Images

Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og núverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur stefnt enska úrvalsdeildarfélaginu vegna vanefnda á almennum viðskiptasamningum og fyrirkomulagi þeirra.

Það er The Guardian sem greinir frá málinu, en Ancelotti tók við Everton í desember árið 2019 og stýrði liðinu í um eitt og hálft ár.

Lögfræðingar Ancelottis lögðu fram kæruna síðastliðinn föstudag og verður málið tekið fyrir í hæstarétti í Lundúnum. Í dómsskrá komu hins vegar ekki fram frekari upplýsingar um kæruna og lögfræðingar þjálfarans vildu ekki tjá sig frekar um málið.

Málið er annað högg fyrir úrvaldseildarfélagið sem hefur barist í bökkum fjárhagslega undanfarin ár.  Félagið hefur meðal annars staðið í ströngu við að byggja nýjan völl fyrir liðið, en illa hefur gengið að fjármagna bygginguna.

Þrátt fyrir að Everton hafi annað árið í röð bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni gæti félagið neyðst til að selja marga af sterkari leikmönnum liðsins til að halda sér á floti fjárhagslega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×