Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum segjum við frá því að búið er að úthluta fimm smáhýsum til heimilislausra í Reykjavík en borgin hafði legið undir ámæli fyrir seinagang í því að koma húsunum í notkun. 

Þá verður rætt við ræðukóng liðins vetrar á Alþingi sem segir það þó ekki vera sérstakt markmið sitt að tala sem mest í ræðupúlti þingsins. 

Einnig förum við yfir feril Silvio Berlusconis fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu en fáir stjórnmálamenn í Evrópu hafa verið eins umdeildir og hann síðustu áratugi.

En endingu verður rætt við borgarstjóra sem segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×