Oculis valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 11:27 Páll Ragnar Jóhannesson, forstöðumaður stefnumótunar Oculis, tók á móti verðlaunum sem voru afhent af forseta Íslandsm Guðna Th. Jóhannessyni, ásamt þeim Einari Stefánssyni, Þorsteini Loftssyni og starfsmönnum félagsins. Aðsend Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum. Í tilkynningu segir að það hafi verið Guðni Th. Jóhannesson forseti sem hafi afhent verðlaunin á föstudag. Fram kemur að Oculis hafi verið stofnað árið 2003 og byggi á uppfinningu þeirra Einars Stefánssonar, prófessor emeritus í augnlækningum, og Þorsteins Loftssonar, prófessor emeritus í lyfjafræði. „Fyrirtækið hefur þróað byltingarkennda tækni, OPTIREACH, við meðhöndlun augnsjúkdóma í afturhluta augans með augndropum sem auka leysanleika augnlyfja og gefa lengri virkni. Nú þegar hefur verið sýnt fram á virkni augndropanna fyrir sjónhimnubjúg af völdum sykursýkis í klínískum rannsóknum. Samhliða vinnur félagið að þróun líftækniaugndropa ásamt því að vera með taugaverndandi lyf á frumstigi fyrir augun. Oculis hefur náð eftirtektarverðum árangri og er því vel að því komið að vera Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 segir m.a. í mati dómnefndar. Starfsmenn Oculis ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.aðsend Auk Oculis voru það Controlant, Kerecis, Nox Medical, Orf Líftækni og Sidekick Health sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna og var Kerecis veitt Þekkingarviðurkenning ársins 2023. Kerecis var stofnað árið 2009 og er í dag brautryðjandi á alþjóðlegum markaði með lífræðileg sárameðhöndlunarefni. Fyrirtækið notar á sjálfbæran máta aukaafurðir, svo sem þorskroð og fitusýrur, sem falla til við framleiðslu á sjávarafurðum til að mæta læknisfræðilegum áskorunum sem hingað til hafa verið óleystar. Vegferð Kerecis frá stofnun hefur verið aðdáunarverð og var fyrirtækið m.a. valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2015 og skipaði fyrr á árinu 2023 sæti á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Tekjur Kerecis árið 2022 námu um 10% af útflutningsverðmætum íslenska þorskaflans segir m.a. í mati dómnefndar,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Vísindi Oculis Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í tilkynningu segir að það hafi verið Guðni Th. Jóhannesson forseti sem hafi afhent verðlaunin á föstudag. Fram kemur að Oculis hafi verið stofnað árið 2003 og byggi á uppfinningu þeirra Einars Stefánssonar, prófessor emeritus í augnlækningum, og Þorsteins Loftssonar, prófessor emeritus í lyfjafræði. „Fyrirtækið hefur þróað byltingarkennda tækni, OPTIREACH, við meðhöndlun augnsjúkdóma í afturhluta augans með augndropum sem auka leysanleika augnlyfja og gefa lengri virkni. Nú þegar hefur verið sýnt fram á virkni augndropanna fyrir sjónhimnubjúg af völdum sykursýkis í klínískum rannsóknum. Samhliða vinnur félagið að þróun líftækniaugndropa ásamt því að vera með taugaverndandi lyf á frumstigi fyrir augun. Oculis hefur náð eftirtektarverðum árangri og er því vel að því komið að vera Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 segir m.a. í mati dómnefndar. Starfsmenn Oculis ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.aðsend Auk Oculis voru það Controlant, Kerecis, Nox Medical, Orf Líftækni og Sidekick Health sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna og var Kerecis veitt Þekkingarviðurkenning ársins 2023. Kerecis var stofnað árið 2009 og er í dag brautryðjandi á alþjóðlegum markaði með lífræðileg sárameðhöndlunarefni. Fyrirtækið notar á sjálfbæran máta aukaafurðir, svo sem þorskroð og fitusýrur, sem falla til við framleiðslu á sjávarafurðum til að mæta læknisfræðilegum áskorunum sem hingað til hafa verið óleystar. Vegferð Kerecis frá stofnun hefur verið aðdáunarverð og var fyrirtækið m.a. valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2015 og skipaði fyrr á árinu 2023 sæti á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Tekjur Kerecis árið 2022 námu um 10% af útflutningsverðmætum íslenska þorskaflans segir m.a. í mati dómnefndar,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Vísindi Oculis Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira