Sýndarsamráð á öllum skólastigum Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa 12. júní 2023 09:00 Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar