Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Felix Örn Friðriksson tryggir hér ÍBV stig gegn KR með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. vísir/Anton Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira