„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 12:57 Birnir hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. vísir/Hulda margrét „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. „Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
„Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira