Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. Stöð 2

Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins.

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlegt bílslys sem varð á Suðurlandsvegi og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa.

Þá fjöllum við um björgunaraðgerðir í Amazon-regnskóginum í Kólumbíu, skoðum framkvæmdir í Hljómskálagarði og skellum okkur á Color Run.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×