Innlent

Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól

Árni Sæberg skrifar
Bíllinn endaði nokkuð langt frá veginum.
Bíllinn endaði nokkuð langt frá veginum. Vísir/Steingrímur Dúi

Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól.

Að sögn Ásgeirs Halldórssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var ökumanninum ekið á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er þó ekki alvarlega slasaður.

Þá segir hann að dælubíll sé á staðnum til þess að hreinsa upp olíu og þess háttar eftir slysið.

Frænka ökumannsins, eldri konu sem talar hvorki íslensku né ensku, segir hana hafa þurft að beygja út af veginum eftir að ekið var fram úr henni á miklum hraða.

Þá segir hún að konan sé enn á sjúkrahúsi eftir atvikið og að hún hafi átt erfitt með samskipti við sjúkraflutningamenn og lækna vegna tungumálaörðugleika.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frænka ökumannsins setti sig í samband við Vísi.

Dælubíll mætti á vettvang ásamt sjúkrabíl.Vísir/Steingrímur Dúi
Bíllinn er nokkuð skemmdur að framan.Vísir/Steingrímur Dúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×