„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:06 Damir Muminovic er lykilmaður í vörn Blika vísir/hulda margrét FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti