„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:06 Damir Muminovic er lykilmaður í vörn Blika vísir/hulda margrét FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira