„Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:31 Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landi, til að mynda Reykjavíkurmaraþonið í fyrra, en segist hafa gert byrjendamistök í Austurríki í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér,“ segir hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sem þrátt fyrir að ná 35. sæti á HM í utanvegahlaupum, í 45 kílómetra hlaupi, var hundóánægð með hvernig til tókst. Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“ Hlaup Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“
Hlaup Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira