Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn Elvar Örn Friðriksson, Snæbjörn Guðmundsson og Árni Finnsson skrifa 9. júní 2023 13:30 Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísi markverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Á árunum 2011–2016 ritaði dr. Filardo fjögur minnisblöð að beiðni Orra Vigfússonar heitins, stofnanda og framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Minnisblöðin voru lögð fyrir verkefnastjórnir rammaáætlunar en sérfræðiþekkingu dr. Filardo hefur ekki verið haldið á lofti af yfirvöldum eða stofnunum. Athygli Orkustofnunar var þó vakin á efni þeirra í aðdraganda virkjunarleyfis með bréfi dagsettu 22. júlí 2022. Landsvirkjun hefur kosið að hunsa minnisblöðin með öllu enda ganga niðurstöður dr. Filardo gegn hagsmunum og meintri faglegri ásýnd fyrirtækisins. Forsvarsmenn þriggja náttúruverndarfélaga, Verndarsjóðs villtra laxastofna,Náttúrugriða og Náttúruverndarsamtaka Íslands, óskuðu eftir því í vor að dr. Filardo ritaði nýtt minnisblað þar sem hún tæki saman fyrri rannsóknir sínar og athuganir á þeim áhrifum sem hún telur að virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu hafa á fiskistofna árinnar, með aðaláherslu á hina yfirvofandi Hvammsvirkjun. Minnisblaðið má nú nálgast á vefsíðu Verndarsjóðs villtra laxastofna, bæði á ensku sem og í íslenskri þýðingu samtakanna: Letter regarding Hvammur Project//Bréf vegna Hvammsvirkjunar (íslensk þýðing). Helstu áhyggjuatriði Helstu áhyggjuatriði dr. Filardo ef af virkjun Þjórsár við Hvammsvirkjun yrði má draga saman í eftirfarandi efnisgreinum: 1. Ólíklegt er að fyrirliggjandi tillaga um seiðaveitu myndi tryggja þá afkomu seiða sem gert er ráð fyrir. Landsvirkjun hyggst greiða för fiska og seiða um stíflumannvirki Hvammsvirkjunar með fiskistiga og seiðaveitu. Fyrirkomulag seiðaveitunnar er að sögn Landsvirkjunar byggt á Wellsvirkjun í Kólumbíufljóti. Hönnun þeirrar virkjunar er þó í mörgum grundvallaratriðum algjörlega ósambærileg við Hvammsvirkjun. Mjög varhugavert er að yfirfæra með þessum hætti reynslu af virkni mótvægisaðgerða við eina virkjun yfir á aðra. Þá yrði seiðaveita Hvammsvirkjunar opin í allt of stuttan tíma til að ná utan um heildarniðurgöngutíma laxaseiða og myndi það ógna líffræðilegum fjölbreytileika laxastofns Þjórsár. Niðurstaða dr. Filardo er að seiðaveitan muni ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár. 2. Greiningar Landsvirkjunar taka ekki til allra fisktegunda Þjórsár og ekki er tekið tillit til endurtekinnar hrygningar laxfiska. Laxfiskar sem ganga oftar en einu sinni upp ár til að hrygna eru mikilvægir því þeir hrygna yfirleitt stærri eggjum, og það bætir möguleika stofna til að stækka og dafna. Slíkur lífsferill viðheldur mikilvægum erfðafjölbreytileika sem stuðlar að góðri afkomu stofns. Í Kólumbíufljóti hrygnir sjógenginn regnbogasilungur endurtekið en þar sem ekkert er gert til að hjálpa fisknum að ganga aftur niður til sjávar fer hann að mestu í gegnum hverfla virkjana og afföllin eru mikil. Það sama yrði uppi á teningnum við Hvammsvirkjun. 3. Ekkert hefur verið fjallað um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna ef af virkjun yrði. Breytingar á hitastigi í ám og rennslisháttum gætu haft djúpstæð áhrif á fiska samfara hlýnun sjávar. Við undirbúning Hvammsvirkjunar hefur ekkert verið fjallað um loftslagsbreytingar og viðnámsþrótt fisktegunda Þjórsár gagnvart þeim. Breytingar á aðstæðum í inntakslóni og vatnsmagn neðan virkjunar geta haft neikvæð áhrif á bæði hitastig og rennsli árinnar. Ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á vatnakerfið og gönguferil fiska í virkjunaráformum. 4. För laxaseiða um stíflumannvirki getur leitt til álags sem veldur ótímabærum dauða síðar á lífsferlinum (e. delayed mortality). Óbein afföll eru þau afföll, sem verða innan vatnakerfisins og eru bein afleiðing af því að fiskur fer um vatnsfallsvirkjun, en mælast ekki við virkjunina sjálfa (e. at-project mortality). Það þýðir að mælingar á afkomu fisks rétt ofan og neðan virkjunar er í raun mikið vanmat á afföllum seiðanna – að takmarka mat á áhrifum virkjanaframkvæmda eingöngu við áhrifin af för í gegnum sjálf virkjunarmannvirkin er ófullnægjandi. Þessi seinni tíma afföll eru beintengd för laxaseiða um virkjunarmannvirki þótt þau komi ekki fram fyrr en síðar á lífsferlinum. Þeir þættir sem taldir eru geta haft áhrif á seinni tíma afföll eru: a) töf á að seiði nái til árósa eða sjávar – stíflur og virkjunarlón hindra för og auka ferðatíma seiðanna til sjávar innan þess þrönga tímaramma sem þau hafa til að komast niður ána; b) lífshættulegir áverkar eða streita vegna niðurfarar um seiðaveitur, hverfla eða yfirföll; c) smitsjúkdómar eða streita vegna ónáttúrulegs þéttleika seiða í seiðafleytum; d) örmögnun vegna hins lengda niðurgöngutíma. Auk þess hefur við mat á afkomu laxastofnsins ekki verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem mjög grunnt vatn á þriggja kílómetra löngum hálfþurrum kafla í náttúrulegum farvegi Þjórsár neðan við stíflu Hvammsvirkjunar myndi hafa á laxaseiði. 5. Hnignun fiskistofna í Þjórsá varðar ekki einungis Þjórsá sjálfa heldur einnig aðra fiskistofna landsins sem og vistkerfi svæðisins og aðrar tegundir lífvera. Ekki hefur neinn gaumur verið gefinn að því hve mikilvægur viðgangur laxastofnsins í Þjórsá er fyrir aðra íslenska laxastofna, aðra stofna Norður-Atlantshafslaxins eða fyrir aðrar tegundir lífvera. Íslenskir laxastofnar eru líklegast ekki algjörlega einangraðir heldur tengjast saman í göngu einstakra fiska upp og niður vatnsföll, og því er afkoma hvers stofns mikilvæg. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og þar af leiðandi eruógnir sem að honum steðja samtímis ógnir fyrir laxastofna annars staðar á landinu og mun hnignun Þjórsárlaxins líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra annarra stofna. Þá gætu áhrifin á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi annars staðar í hættu. Áhrif af afkomu Þjórsárlaxins á framtíðarhorfur annarra lífvera í ám og sjó hefur ekki verið rannsökuð. Hvorki hefur verið lagt mat á það hvað minnkandi lífvænleiki Þjórsárlaxins og annarra tegunda í ánni hefði í för með sér, né verið horft til áhrifa slíkra breytinga á líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og við Íslandsstrendur. Meginniðurstöður dr. Filardo Dr. Filardo bendir á að mótvægisaðgerðir við virkjanamannvirki í fiskgengum ám hafa, þrátt fyrir fögur fyrirheit og háleitar hugmyndir orkufyrirtækja og verkfræðistofa um virkni, sjaldan náð þeim árangri að viðhalda náttúrulegri hrygningu og sjálfbærni laxastofna. Hún telur að ályktanir Landsvirkjunar um árangur þeirra mótvægisaðgerða sem ráðgerðar eru í tilviki Hvammsvirkjunar séu allt of bjartsýnar. Þetta miðar hún við reynslu frá vatnasvæðum Kólumbíufljótsins, þar sem laxastofnar eru við það að deyja út þrátt fyrir gríðarumfangsmiklar og kostnaðarsamar mótvægisaðgerðir í meira en fjóra áratugi. Þar er um þessar mundir verið að hugleiða niðurrif stíflna vatnsaflsvirkjana í stórum stíl í því augnamiði að endurheimta laxastofna í útrýmingarhættu. Með hliðsjón af mikilvægi laxastofnsins í Þjórsá fyrir laxastofna Íslands í heild og í ljósi mögulegra áhrifa loftslagsbreytinga, þá segir dr. Filardo að bygging Hvammsvirkjunar myndi stefnalaxfiskastofnum árinnar, og mögulega vistkerfi þeirra og svæðisbundnum líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, í stórfellda hættu. Ofangreindar upplýsingar hefur Margaret Filardo stutt með vönduðum hætti og vísunum í rannsóknargögn og vísindagreinar í fyrrgreindum fjórum viðamiklum minnisblöðum frá 2011–2016, en þau eru aðgengileg á síðu rammaáætlunar (sjá 2011, 2013, 2016/2014). Á þessu árabili kom hún einnig nokkrum sinnum á vettvang, meðal annars á fund verkefnastjórnar Rammaáætlunar ásamt Orra Vigfússyni og fleirum, auk þess sem hún hélt erindi á málþingi hjá Háskóla Íslands um virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nóvember 2011. Í minnisblöðunum koma auk ofangreinds fram margvíslegar aðrar upplýsingar og gagnrýni á virkjunaráform Landsvirkjunar. Sveitastjórnarfólk við Þjórsá hefur fengið hið nýja minnisblað dr. Filardo í hendur. Við væntum þess að hinir kjörnu fulltrúar almennings fari vel og vandlega yfir þær sérfræðiupplýsingar sem fram koma í nýja minnisblaðinu áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar verður tekin til afgreiðslu í næstkomandi viku. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Árni Finnsson Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. 7. júní 2023 08:00 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísi markverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Á árunum 2011–2016 ritaði dr. Filardo fjögur minnisblöð að beiðni Orra Vigfússonar heitins, stofnanda og framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Minnisblöðin voru lögð fyrir verkefnastjórnir rammaáætlunar en sérfræðiþekkingu dr. Filardo hefur ekki verið haldið á lofti af yfirvöldum eða stofnunum. Athygli Orkustofnunar var þó vakin á efni þeirra í aðdraganda virkjunarleyfis með bréfi dagsettu 22. júlí 2022. Landsvirkjun hefur kosið að hunsa minnisblöðin með öllu enda ganga niðurstöður dr. Filardo gegn hagsmunum og meintri faglegri ásýnd fyrirtækisins. Forsvarsmenn þriggja náttúruverndarfélaga, Verndarsjóðs villtra laxastofna,Náttúrugriða og Náttúruverndarsamtaka Íslands, óskuðu eftir því í vor að dr. Filardo ritaði nýtt minnisblað þar sem hún tæki saman fyrri rannsóknir sínar og athuganir á þeim áhrifum sem hún telur að virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu hafa á fiskistofna árinnar, með aðaláherslu á hina yfirvofandi Hvammsvirkjun. Minnisblaðið má nú nálgast á vefsíðu Verndarsjóðs villtra laxastofna, bæði á ensku sem og í íslenskri þýðingu samtakanna: Letter regarding Hvammur Project//Bréf vegna Hvammsvirkjunar (íslensk þýðing). Helstu áhyggjuatriði Helstu áhyggjuatriði dr. Filardo ef af virkjun Þjórsár við Hvammsvirkjun yrði má draga saman í eftirfarandi efnisgreinum: 1. Ólíklegt er að fyrirliggjandi tillaga um seiðaveitu myndi tryggja þá afkomu seiða sem gert er ráð fyrir. Landsvirkjun hyggst greiða för fiska og seiða um stíflumannvirki Hvammsvirkjunar með fiskistiga og seiðaveitu. Fyrirkomulag seiðaveitunnar er að sögn Landsvirkjunar byggt á Wellsvirkjun í Kólumbíufljóti. Hönnun þeirrar virkjunar er þó í mörgum grundvallaratriðum algjörlega ósambærileg við Hvammsvirkjun. Mjög varhugavert er að yfirfæra með þessum hætti reynslu af virkni mótvægisaðgerða við eina virkjun yfir á aðra. Þá yrði seiðaveita Hvammsvirkjunar opin í allt of stuttan tíma til að ná utan um heildarniðurgöngutíma laxaseiða og myndi það ógna líffræðilegum fjölbreytileika laxastofns Þjórsár. Niðurstaða dr. Filardo er að seiðaveitan muni ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár. 2. Greiningar Landsvirkjunar taka ekki til allra fisktegunda Þjórsár og ekki er tekið tillit til endurtekinnar hrygningar laxfiska. Laxfiskar sem ganga oftar en einu sinni upp ár til að hrygna eru mikilvægir því þeir hrygna yfirleitt stærri eggjum, og það bætir möguleika stofna til að stækka og dafna. Slíkur lífsferill viðheldur mikilvægum erfðafjölbreytileika sem stuðlar að góðri afkomu stofns. Í Kólumbíufljóti hrygnir sjógenginn regnbogasilungur endurtekið en þar sem ekkert er gert til að hjálpa fisknum að ganga aftur niður til sjávar fer hann að mestu í gegnum hverfla virkjana og afföllin eru mikil. Það sama yrði uppi á teningnum við Hvammsvirkjun. 3. Ekkert hefur verið fjallað um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna ef af virkjun yrði. Breytingar á hitastigi í ám og rennslisháttum gætu haft djúpstæð áhrif á fiska samfara hlýnun sjávar. Við undirbúning Hvammsvirkjunar hefur ekkert verið fjallað um loftslagsbreytingar og viðnámsþrótt fisktegunda Þjórsár gagnvart þeim. Breytingar á aðstæðum í inntakslóni og vatnsmagn neðan virkjunar geta haft neikvæð áhrif á bæði hitastig og rennsli árinnar. Ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á vatnakerfið og gönguferil fiska í virkjunaráformum. 4. För laxaseiða um stíflumannvirki getur leitt til álags sem veldur ótímabærum dauða síðar á lífsferlinum (e. delayed mortality). Óbein afföll eru þau afföll, sem verða innan vatnakerfisins og eru bein afleiðing af því að fiskur fer um vatnsfallsvirkjun, en mælast ekki við virkjunina sjálfa (e. at-project mortality). Það þýðir að mælingar á afkomu fisks rétt ofan og neðan virkjunar er í raun mikið vanmat á afföllum seiðanna – að takmarka mat á áhrifum virkjanaframkvæmda eingöngu við áhrifin af för í gegnum sjálf virkjunarmannvirkin er ófullnægjandi. Þessi seinni tíma afföll eru beintengd för laxaseiða um virkjunarmannvirki þótt þau komi ekki fram fyrr en síðar á lífsferlinum. Þeir þættir sem taldir eru geta haft áhrif á seinni tíma afföll eru: a) töf á að seiði nái til árósa eða sjávar – stíflur og virkjunarlón hindra för og auka ferðatíma seiðanna til sjávar innan þess þrönga tímaramma sem þau hafa til að komast niður ána; b) lífshættulegir áverkar eða streita vegna niðurfarar um seiðaveitur, hverfla eða yfirföll; c) smitsjúkdómar eða streita vegna ónáttúrulegs þéttleika seiða í seiðafleytum; d) örmögnun vegna hins lengda niðurgöngutíma. Auk þess hefur við mat á afkomu laxastofnsins ekki verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem mjög grunnt vatn á þriggja kílómetra löngum hálfþurrum kafla í náttúrulegum farvegi Þjórsár neðan við stíflu Hvammsvirkjunar myndi hafa á laxaseiði. 5. Hnignun fiskistofna í Þjórsá varðar ekki einungis Þjórsá sjálfa heldur einnig aðra fiskistofna landsins sem og vistkerfi svæðisins og aðrar tegundir lífvera. Ekki hefur neinn gaumur verið gefinn að því hve mikilvægur viðgangur laxastofnsins í Þjórsá er fyrir aðra íslenska laxastofna, aðra stofna Norður-Atlantshafslaxins eða fyrir aðrar tegundir lífvera. Íslenskir laxastofnar eru líklegast ekki algjörlega einangraðir heldur tengjast saman í göngu einstakra fiska upp og niður vatnsföll, og því er afkoma hvers stofns mikilvæg. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og þar af leiðandi eruógnir sem að honum steðja samtímis ógnir fyrir laxastofna annars staðar á landinu og mun hnignun Þjórsárlaxins líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra annarra stofna. Þá gætu áhrifin á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi annars staðar í hættu. Áhrif af afkomu Þjórsárlaxins á framtíðarhorfur annarra lífvera í ám og sjó hefur ekki verið rannsökuð. Hvorki hefur verið lagt mat á það hvað minnkandi lífvænleiki Þjórsárlaxins og annarra tegunda í ánni hefði í för með sér, né verið horft til áhrifa slíkra breytinga á líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og við Íslandsstrendur. Meginniðurstöður dr. Filardo Dr. Filardo bendir á að mótvægisaðgerðir við virkjanamannvirki í fiskgengum ám hafa, þrátt fyrir fögur fyrirheit og háleitar hugmyndir orkufyrirtækja og verkfræðistofa um virkni, sjaldan náð þeim árangri að viðhalda náttúrulegri hrygningu og sjálfbærni laxastofna. Hún telur að ályktanir Landsvirkjunar um árangur þeirra mótvægisaðgerða sem ráðgerðar eru í tilviki Hvammsvirkjunar séu allt of bjartsýnar. Þetta miðar hún við reynslu frá vatnasvæðum Kólumbíufljótsins, þar sem laxastofnar eru við það að deyja út þrátt fyrir gríðarumfangsmiklar og kostnaðarsamar mótvægisaðgerðir í meira en fjóra áratugi. Þar er um þessar mundir verið að hugleiða niðurrif stíflna vatnsaflsvirkjana í stórum stíl í því augnamiði að endurheimta laxastofna í útrýmingarhættu. Með hliðsjón af mikilvægi laxastofnsins í Þjórsá fyrir laxastofna Íslands í heild og í ljósi mögulegra áhrifa loftslagsbreytinga, þá segir dr. Filardo að bygging Hvammsvirkjunar myndi stefnalaxfiskastofnum árinnar, og mögulega vistkerfi þeirra og svæðisbundnum líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, í stórfellda hættu. Ofangreindar upplýsingar hefur Margaret Filardo stutt með vönduðum hætti og vísunum í rannsóknargögn og vísindagreinar í fyrrgreindum fjórum viðamiklum minnisblöðum frá 2011–2016, en þau eru aðgengileg á síðu rammaáætlunar (sjá 2011, 2013, 2016/2014). Á þessu árabili kom hún einnig nokkrum sinnum á vettvang, meðal annars á fund verkefnastjórnar Rammaáætlunar ásamt Orra Vigfússyni og fleirum, auk þess sem hún hélt erindi á málþingi hjá Háskóla Íslands um virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nóvember 2011. Í minnisblöðunum koma auk ofangreinds fram margvíslegar aðrar upplýsingar og gagnrýni á virkjunaráform Landsvirkjunar. Sveitastjórnarfólk við Þjórsá hefur fengið hið nýja minnisblað dr. Filardo í hendur. Við væntum þess að hinir kjörnu fulltrúar almennings fari vel og vandlega yfir þær sérfræðiupplýsingar sem fram koma í nýja minnisblaðinu áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar verður tekin til afgreiðslu í næstkomandi viku. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. 7. júní 2023 08:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun