„Það er enn engin hjálp“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 10:34 Fólki bjargað á vesturbakka Dnipróár. AP/Libkos Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30