Óvænt úrslit á Roland-Garros Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 22:16 Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu Nokkuð óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Roland-Garros í dag þegar hin tékkneska Karolina Muchova hafði betur gegn Aryna Sabalenka. Fyrirfram þótti Sabalenka mun sigurstranglegri en hún var í 2. sæti heimslistans meðan Muchova var í 43. Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka. Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20