Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Alþingi en þar keppast menn nú við að klára þingstörfin en þeim á að ljúka á morgun. 

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun sagði utanríkisráðherra ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu.

Einnig verður rætt við fyrrverandi ríkissáttasemjara sem minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins, en viðtal við seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í morgun hefur vakið athygli. 

Einnig fjöllum við um gang mála í stríðinu í Úkraínu þar sem harðir bardagar geisa víða og björgunarsveitir eru að störfum á flóðasvæðunum í Kherson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×