Algjör óvissa um stöðu tryggingataka: „Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi“ Árni Sæberg skrifar 7. júní 2023 15:30 Seðlabankastjóri er óviss um stöðu tryggingtaka. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum. Seðlabankinn tilkynnti í gær að frá og með 5. júní væri Novis óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi, að undanskilinni þeirri starfsemi sem nauðsynleg er til þess að framfylgja kröfum félagsins og gera upp skuldbindingar þess. Í þessu felst að Novis er óheimilt að stofna til nýrra samninga. Novis er líftryggingafélag sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti NBS. Auk starfsemi í heimaríkinu, hefur Novis selt vátryggingaafurðir í gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og án starfsstöðvar í Finnlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, á Ítalíu, og Íslandi. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri ræddi málið við Heimi Má Pétursson fréttamann í morgun: „Þetta er félag sem er gert út frá Slóvakíu í gegnum evrópska vegabréfakerfið, svo það er slóvakíski seðlabankinn sem á að hafa eftirlit með því. Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi, og höfum meðal annars birt viðvaranir á heimasíðu Seðlabankans, allavega síðustu tvö, þrjú árin og nú er komið að því að þessu félagi hefur verið lokað og við höfum stöðvað starfsemi og sölu á afurðum frá þessu félagi núna,“ segir hann. Gera sér ekki grein fyrir stöðu sex til sjö þúsund viðskiptavina Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa um sex til sjö þúsund Íslendingar keypt tryggingarafurðir Novis í gegnum Tryggingar og Ráðgjöf. Ásgeir segir að Seðlabankinn geri sér ekki að fullu grein fyrir stöðu þeirra. „Það eiga að vera eignir í þessu félagi sem standa undir þeim skuldbindingum sem hefur verið stofnað til. Við vitum ekki nákvæmlega hver staða þeirra er. Þetta er eitthvað sem við höfum tekið upp hvað eftir annað á hinum evrópska vettvangi,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist ekki geta fullyrt neitt um stöðu þeirra sem eiga tryggingakröfur á hendur félaginu, hafa greitt iðgjöld eða eiga séreignarsparnað hjá félaginu. Óvissan sé hængur á evrópska fjármálaeftirlitskerfinu „Allir íslenskir aðilar sem eru hérna, sem eru undir okkar eftirliti, við náttúrulega gætum að þeim. Við erum með eftirlit með öllum þeim sem eru að selja tryggingar eða viðbótarlífeyrissparnað og svo framvegis. En það eru þessi vandræði, þegar það eru aðilar sem koma að utan, undir eftir eftirliti annars staðar og samkvæmt hinu evrópska kerfi eigum við að treysta þessu eftirliti sem er þar. En í þessu tilviki höfum við haft miklar efasemdir um að það væri nægilega öflugt,“ segir Ásgeir. Segir mikilvægt að fólk hlaupi ekki til og segi upp samningum Hákon Hákonarson, stofnandi og stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem er stærsti söluaðili tryggingaafurða Novis hér á landi, segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrirtækið hafi fengið frá Novis séu eignir þess séu nægar til þess að standa undir skuldbindingum þess. Hákon Hákonarson er stofnandi Tryggingar og ráðgjafar.Tryggingar og ráðgjöf Þá sé ekki víst að félagið fari í slitameðferð. Seðlabanki Slóvakíu hafi aðeins farið fram á það að svokallaður liquidator verði skipaður yfir félagið til þess að fara yfir eignir og skuldbindingar þess, það sé ekki eiginlegur slitastjóri, líkt og greint hefur verið frá. Þá hafi félagið þegar tilkynnt að það muni kæra ákvörðun seðlabankans. „Það er alls ekki þannig að Novis standi á barmi gjaldþrots og að allir séu stokknir frá skútunni,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Þá segir hann að mikil óvissa sé uppi um afdrif Novis, hvorki Tryggingar og ráðgjöf né seðlabankinn, viti meira en þegar hefur verið þýtt af ákvörðun slóvakíska seðlabankans, en greinargerð hans sé 180 blaðsíður af lagatexta á slóvakísku. Aðeins brot af því hafi verið þýtt og aðeins einn maður, lögmaður Novis ytra, hafi lesið allan textann. Vegna óvissunar, og þeirrar staðreyndar að tvær vikur séu í næstu iðgjaldaafborgun, segir Hákon mikilvægt að viðskiptavinir hlaupi ekki til og segi upp vátryggingarsamningum sínum. Fólk geti þá jafnvel lent í því að vera orðið ótryggjanlegt frá því að það keypti líftryggingar frá Novis. Í fréttatilkynningu slóvakíska seðlabankans um afturköllun starfsleyfis Novis er farið yfir ferlið við slitameðferð og úrræði vátryggingartaka og kröfuhafa. Samningar haldi, nema þeir sem ekki hafa verið samþykktir Hákon segir að leyfissvipting Novis í Slóvakíu snúi aðeins að gerð nýrra tryggingasamninga. Því haldi þegar gerðir samningar gildi sínu og til að mynda sé enn hægt að sækja vátryggingarbætur til félagsins og Tryggingar og ráðgjöf muni áfram sjá um innheimtu þeirra. Hins vegar sé staðan þannig að samningar um kaup trygginga í gegnum Tryggingar og ráðgjöf, sem hafa ekki verið samþykktir af Novis í Slóvakíu, muni ekki öðlast gildi. Þá furðar Hákon sig á orðum Seðlabankastjóra þess efnis að Seðlabankinn hafi bannað sölu nýrra trygginga hér á landi. „Við erum aðaldreifingaraðilinn hér á landi og við erum ekkert að selja samninga áfram sem ekkert verður af. Það er bara sjálfhætt,“ segir hann. Seðlabankinn Tryggingar Slóvakía Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í gær að frá og með 5. júní væri Novis óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi, að undanskilinni þeirri starfsemi sem nauðsynleg er til þess að framfylgja kröfum félagsins og gera upp skuldbindingar þess. Í þessu felst að Novis er óheimilt að stofna til nýrra samninga. Novis er líftryggingafélag sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti NBS. Auk starfsemi í heimaríkinu, hefur Novis selt vátryggingaafurðir í gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og án starfsstöðvar í Finnlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, á Ítalíu, og Íslandi. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri ræddi málið við Heimi Má Pétursson fréttamann í morgun: „Þetta er félag sem er gert út frá Slóvakíu í gegnum evrópska vegabréfakerfið, svo það er slóvakíski seðlabankinn sem á að hafa eftirlit með því. Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi, og höfum meðal annars birt viðvaranir á heimasíðu Seðlabankans, allavega síðustu tvö, þrjú árin og nú er komið að því að þessu félagi hefur verið lokað og við höfum stöðvað starfsemi og sölu á afurðum frá þessu félagi núna,“ segir hann. Gera sér ekki grein fyrir stöðu sex til sjö þúsund viðskiptavina Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa um sex til sjö þúsund Íslendingar keypt tryggingarafurðir Novis í gegnum Tryggingar og Ráðgjöf. Ásgeir segir að Seðlabankinn geri sér ekki að fullu grein fyrir stöðu þeirra. „Það eiga að vera eignir í þessu félagi sem standa undir þeim skuldbindingum sem hefur verið stofnað til. Við vitum ekki nákvæmlega hver staða þeirra er. Þetta er eitthvað sem við höfum tekið upp hvað eftir annað á hinum evrópska vettvangi,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist ekki geta fullyrt neitt um stöðu þeirra sem eiga tryggingakröfur á hendur félaginu, hafa greitt iðgjöld eða eiga séreignarsparnað hjá félaginu. Óvissan sé hængur á evrópska fjármálaeftirlitskerfinu „Allir íslenskir aðilar sem eru hérna, sem eru undir okkar eftirliti, við náttúrulega gætum að þeim. Við erum með eftirlit með öllum þeim sem eru að selja tryggingar eða viðbótarlífeyrissparnað og svo framvegis. En það eru þessi vandræði, þegar það eru aðilar sem koma að utan, undir eftir eftirliti annars staðar og samkvæmt hinu evrópska kerfi eigum við að treysta þessu eftirliti sem er þar. En í þessu tilviki höfum við haft miklar efasemdir um að það væri nægilega öflugt,“ segir Ásgeir. Segir mikilvægt að fólk hlaupi ekki til og segi upp samningum Hákon Hákonarson, stofnandi og stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem er stærsti söluaðili tryggingaafurða Novis hér á landi, segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrirtækið hafi fengið frá Novis séu eignir þess séu nægar til þess að standa undir skuldbindingum þess. Hákon Hákonarson er stofnandi Tryggingar og ráðgjafar.Tryggingar og ráðgjöf Þá sé ekki víst að félagið fari í slitameðferð. Seðlabanki Slóvakíu hafi aðeins farið fram á það að svokallaður liquidator verði skipaður yfir félagið til þess að fara yfir eignir og skuldbindingar þess, það sé ekki eiginlegur slitastjóri, líkt og greint hefur verið frá. Þá hafi félagið þegar tilkynnt að það muni kæra ákvörðun seðlabankans. „Það er alls ekki þannig að Novis standi á barmi gjaldþrots og að allir séu stokknir frá skútunni,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Þá segir hann að mikil óvissa sé uppi um afdrif Novis, hvorki Tryggingar og ráðgjöf né seðlabankinn, viti meira en þegar hefur verið þýtt af ákvörðun slóvakíska seðlabankans, en greinargerð hans sé 180 blaðsíður af lagatexta á slóvakísku. Aðeins brot af því hafi verið þýtt og aðeins einn maður, lögmaður Novis ytra, hafi lesið allan textann. Vegna óvissunar, og þeirrar staðreyndar að tvær vikur séu í næstu iðgjaldaafborgun, segir Hákon mikilvægt að viðskiptavinir hlaupi ekki til og segi upp vátryggingarsamningum sínum. Fólk geti þá jafnvel lent í því að vera orðið ótryggjanlegt frá því að það keypti líftryggingar frá Novis. Í fréttatilkynningu slóvakíska seðlabankans um afturköllun starfsleyfis Novis er farið yfir ferlið við slitameðferð og úrræði vátryggingartaka og kröfuhafa. Samningar haldi, nema þeir sem ekki hafa verið samþykktir Hákon segir að leyfissvipting Novis í Slóvakíu snúi aðeins að gerð nýrra tryggingasamninga. Því haldi þegar gerðir samningar gildi sínu og til að mynda sé enn hægt að sækja vátryggingarbætur til félagsins og Tryggingar og ráðgjöf muni áfram sjá um innheimtu þeirra. Hins vegar sé staðan þannig að samningar um kaup trygginga í gegnum Tryggingar og ráðgjöf, sem hafa ekki verið samþykktir af Novis í Slóvakíu, muni ekki öðlast gildi. Þá furðar Hákon sig á orðum Seðlabankastjóra þess efnis að Seðlabankinn hafi bannað sölu nýrra trygginga hér á landi. „Við erum aðaldreifingaraðilinn hér á landi og við erum ekkert að selja samninga áfram sem ekkert verður af. Það er bara sjálfhætt,“ segir hann.
Seðlabankinn Tryggingar Slóvakía Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira