Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 16:30 Jay Monahan er ekki vinsælasti maðurinn innan golfheimsins í dag. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“ Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44