Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 16:30 Jay Monahan er ekki vinsælasti maðurinn innan golfheimsins í dag. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“ Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44