Rostungur samferða manni á leið í vinnu Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 10:41 Rostungurinn synti samhliða Jóni sem hjólaði meðfram sjónum á leið í vinnuna. Þegar Jón hvarf frá strandlengjunni ákvað rostungurinn að synda út úr höfninni. Jón Sólmundsson Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. Rúv fjallaði fyrst um málið. „Ég var að hjóla úr Norðurbænum í Hafnarfirði. Hjólaði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og þá sá ég hann syndandi í flæðarmálinu,“ sagði Jón Sólmundsson, fiskifræðingur, í samtali við Vísi. Rostungurinn kafaði reglulega ofan í sjóinn milli þess sem hann kíkti á forvitna áhorfendur.Jón Sólmundsson „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Aðspurður hvort vinna Jóns hjá Hafrannsóknarstofnun tengist eitthvað rostungum kvað hann svo ekki vera, hann væri í fiskirannsóknum enda fiskifræðingur. Það er óvíst hvort þessi rostungur er farandrostungurinn Þór eða einhver allt annar. Í fljótu bragði virðist þetta var annar ef marka má hvað þessi er mikið betur farinn en Þór.Jón Sólmundsson Hann vissi því lítið um rostunga eða hvort þetta væri farandrostungurinn Þór sem hefur heimsótt landið ítrekað undanfarna mánuði. „Ég veit ekki hvort þetta er sá sami og er búinn að vera fyrir Austan og í Skotlandi en það er ekkert víst.“ „Það gæti alveg eins verið að hann verði eitthvað viðloðandi landið þó það sé ekki endilega í Hafnarfirði. Allavega synti hann út í morgun svo veit ég ekki meir,“ sagði Jón um afdrif rostungsins. „En þetta eru dýr sem halda sig við ströndina svo það er ekkert ólíklegt að hann sjáist hérna meira,“ sagði Jón að lokum. Það er spurning hvort rostungurinn láti sjá sig aftur í Hafnarfjarðarhöfn eða annars staðar í nágrenninu.Jón Sólmundsson Hafnarfjörður Dýr Tengdar fréttir Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór. 25. febrúar 2023 11:15 Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. 14. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Rúv fjallaði fyrst um málið. „Ég var að hjóla úr Norðurbænum í Hafnarfirði. Hjólaði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og þá sá ég hann syndandi í flæðarmálinu,“ sagði Jón Sólmundsson, fiskifræðingur, í samtali við Vísi. Rostungurinn kafaði reglulega ofan í sjóinn milli þess sem hann kíkti á forvitna áhorfendur.Jón Sólmundsson „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Aðspurður hvort vinna Jóns hjá Hafrannsóknarstofnun tengist eitthvað rostungum kvað hann svo ekki vera, hann væri í fiskirannsóknum enda fiskifræðingur. Það er óvíst hvort þessi rostungur er farandrostungurinn Þór eða einhver allt annar. Í fljótu bragði virðist þetta var annar ef marka má hvað þessi er mikið betur farinn en Þór.Jón Sólmundsson Hann vissi því lítið um rostunga eða hvort þetta væri farandrostungurinn Þór sem hefur heimsótt landið ítrekað undanfarna mánuði. „Ég veit ekki hvort þetta er sá sami og er búinn að vera fyrir Austan og í Skotlandi en það er ekkert víst.“ „Það gæti alveg eins verið að hann verði eitthvað viðloðandi landið þó það sé ekki endilega í Hafnarfirði. Allavega synti hann út í morgun svo veit ég ekki meir,“ sagði Jón um afdrif rostungsins. „En þetta eru dýr sem halda sig við ströndina svo það er ekkert ólíklegt að hann sjáist hérna meira,“ sagði Jón að lokum. Það er spurning hvort rostungurinn láti sjá sig aftur í Hafnarfjarðarhöfn eða annars staðar í nágrenninu.Jón Sólmundsson
Hafnarfjörður Dýr Tengdar fréttir Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór. 25. febrúar 2023 11:15 Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. 14. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27
Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór. 25. febrúar 2023 11:15
Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. 14. ágúst 2022 13:46