Fólk spari tárin þrátt fyrir brotthvarf „drottningar bíóanna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 09:06 Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré. Kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri Klapptré segir það á vissan hátt leitt að kvikmyndasýningum eigi að hætta í Háskólabíó. Hann segir lokunina rifja upp margar minningar en svo, að sjálfsögðu, heldur lífið bara áfram. Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira