Stuðningsmennirnir skiluðu Spalletti stýrinu sem þeir stálu af honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 10:01 Luciano Spalletti hinn kátasti með stýrið. Stuðningsmenn Ítalíumeistara Napoli hafa skilað fráfarandi stjóra liðsins, Luciano Spalletti, stýri sem þeir stálu af honum fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils. Ítalski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils.
Ítalski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira