Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala Már Egilsson skrifar 6. júní 2023 14:31 Lyfsalar og apótek eru mikilvægur hlekkur í samfellu heilbrigðisþjónustunnar og bera ábyrgð á að aðgengi fólks sé tryggt að þeirri lyfjameðferð sem þörf er á, þegar hennar er þörf. Það kemur því mörgum spánskt fyrir sjónir, hversu takmarkaður opnunartími apóteka er, sérstaklega á landsbyggðinni og þar með hversu skert aðgengi margra Íslendinga er að nauðsynlegum lyfjum. Það er þó ljóst að sjúkdómar og einkenni spyrja ekki alltaf hvort sé dagur eða nótt og getur verið mikilvægt að meðferð hefjist fyrr en seinna ef um bráð veikindi er að ræða, ekki er síður mikilvægt að besta lyfjameðferð sem þörf er á hverju sinni, standi til boða. Á höfuðborgarsvæðinu sinnir kvöldþjónusta Læknavaktar íbúum fram á kvöld og er lyfsala í nálægu húsnæði opið til miðnættis. Næturþjónustu höfuðborgarsvæðis er að mestu sinnt af Bráðamóttöku Landspítala og þar hafa læknar og þeirra sjúklingar aðgang að lyfjalager eða apóteki sjúkrahússins. Fjarri höfuðborginni á hinn bóginn, er læknir á vegum heilsugæslu iðulega á gæsluvakt fyrir ákveðið svæði allan sólarhringinn og er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni bráðum veikindum sem ekki alltaf krefjast innlagnar á sjúkrahús eða meðferðar á bráðamóttöku. Ég þori að fullyrða að á hverjum einasta degi koma hins vegar upp tilvik þar sem veikt fólk á landsbyggð, lendir í því að þurfa tiltekna lyfjameðferð utan dagvinnu en ekkert apótek er opið til að afhenda fólki þau lyf sem læknir telur nauðsynleg. Það leiðir því miður oft til ónákvæmrar meðferðar þegar lyf eru tekin úr lyfjaskáp heilsugæslu sem er með takmörkuðu úrvali, eða til þess að töf verður á að meðferð hefjist, ef bíða þarf til næsta dags eða fram yfir helgi. Þessi staða er uppi á stórum svæðum víða um land, að bróðurpart sólarhrings virka daga, sunnudaga og helgidaga eru engin apótek opin til að þjónusta veika Íslendinga og aðra sem dvelja hér á landi. Sem dæmi má nefna að alla virka daga eftir klukkan 18:00 eru engin apótek opin á öllu Austurlandi, og að sama skapi er ekki eitt einasta apótek opið frá kl 14:00 á laugardögum til mánudags kl 10:00 – í öllum landsfjórðungnum eins og hann leggur sig. Til að koma til móts við þennan skort á þjónustu og framboði smásala lyfja, hefur algjör lágmarkslausn orðið ofan á, sem má deila um hvort sé fullnægjandi og hvort eigi að vera föst í sessi enda má segja að hún sé hvorki fugl né fiskur. Þannig hefur verið komið upp skáp inni á heilsugæslum í héraði, með völdum lyfjum úr apótekinu sem læknar afgreiða úr utan opnunartíma apótekanna og sem starfsmenn apóteka fylla á. Skárra en ekkert vissulega, en því miður er framboðið í þessum skápum afar naumt og ábyrgð á áfyllingu oft á tíðum ekki tekin nægilega alvarlega. Með þessari lágmarkslausn, leggja lyfsalar litla fingur á plóg en sleppa undan þeim kostnaði, ábyrgð og vinnu sem felst í vaktskyldu sem væri til að mynda hægt að hafa innifalin í rekstrarleyfi apóteka. Má þá hafa í huga að ekki er heimilt að selja flest lyf í öðrum verslunum. Engin lög eða reglugerðir virðast heldur skilgreina ábyrgð lyfsala á framboði eða áfyllingu lyfjaskápa á heilsugæslu og er hipsumhaps hve reglulega er fyllt á þá, misjafnt eftir tímabilum og svæðum. Það sem meira er sumir lyfsalar verða samdauna þessari greiðvikni heilsugæslunnar og malda jafnvel í móinn þegar læknar óska eftir að auka úrval neyðarlyfja í lyfjaskáp með það í huga að bæta gæði og öryggi þjónustunnar. Lyfsalar taka því þá sem gefnu og virðast hafa gleymt þeim sparnaði og vinnu sem heilbrigðisstofnanir og vakthafandi læknar viðkomandi svæða hafa tekið á sig fyrir þeirra hönd. Árið 2020 voru ný lyfjalög samþykkt á alþingi og taka þau m.a. mið af reglugerðum og tilskipunum EES og ESB. Þar eru tilgreind í fyrsta kafla, markmið laganna m.a.: „að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum [...]“ Þrátt fyrir þessi göfugu orð, þá er ábyrgð lyfsala, hvergi nægilega vel skilgreind þegar lengra er lesið. Smásöluaðilar lyfja hafa því væntanlega ekki lögformlegar skyldur eða ábyrgð hvað varðar opnunartíma eða vaktskyldu lyfjafræðinga en víkjast því miður undan siðferðislegu skyldunni eða hafa ekki leitt hugann að henni. Ásýndin vekur upp þá spurningu hvort starfsemin grundvallist einungis á arðsemi án þess að litið sé til ábyrgðar og skyldu gagnvart Íslendingum sem veikjast. Mætti segja að með skeytingarleysinu sé lítið gert úr mikilvægi lyfjafræðinga og hlutverki þeirra við veitingu heilbrigðisþjónustu, að rétt sé staðið að málum við lyfjablöndun, ráðgjöf og afhendingu lyfja. Taka má dæmi af stórri keðju apóteka hérlendis með útibú víða um land sem greiddi sér hálfan milljarð í arð árið 2022. Rekstrargrundvöllurinn hlýtur að vera til staðar fyrir rýmri opnunartíma eða bakvakt lyfjafræðings, þó ekki væri nema miðsvæðis á einum landsfjórðungi. Hugsanlega telja stóru verslunarkeðjurnar að apótek séu barn síns tíma á landsbyggð og sala á lyfjum sé ekki nægilega arðbær til að veita megi neyðarþjónustu utan dagvinnu. Ef apótekum á einkamarkaði tekst ekki að tryggja aðgengi landsmanna að lyfjum, þá þarf að finna aðrar lausnir. Enda getur tímanleg og rétt lyfjameðferð oft á tíðum komið í veg fyrir að veikindi versni, eða þegar best lætur komið í veg fyrir sjúkrahúsinnlögn. OLLE [of langt, las ekki]: Tryggja þarf aðgengi allra Íslendinga að nauðsynlegum lyfjum, hvenær sem þeirra er þörf. Ein leið væri að skilgreina nánar með reglugerð eða í rekstraleyfi, ábyrgð lyfsala gagnvart rúmum opnunartíma eða vaktþjónustu lyfjafræðinga utan dagvinnu. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Lyfsalar og apótek eru mikilvægur hlekkur í samfellu heilbrigðisþjónustunnar og bera ábyrgð á að aðgengi fólks sé tryggt að þeirri lyfjameðferð sem þörf er á, þegar hennar er þörf. Það kemur því mörgum spánskt fyrir sjónir, hversu takmarkaður opnunartími apóteka er, sérstaklega á landsbyggðinni og þar með hversu skert aðgengi margra Íslendinga er að nauðsynlegum lyfjum. Það er þó ljóst að sjúkdómar og einkenni spyrja ekki alltaf hvort sé dagur eða nótt og getur verið mikilvægt að meðferð hefjist fyrr en seinna ef um bráð veikindi er að ræða, ekki er síður mikilvægt að besta lyfjameðferð sem þörf er á hverju sinni, standi til boða. Á höfuðborgarsvæðinu sinnir kvöldþjónusta Læknavaktar íbúum fram á kvöld og er lyfsala í nálægu húsnæði opið til miðnættis. Næturþjónustu höfuðborgarsvæðis er að mestu sinnt af Bráðamóttöku Landspítala og þar hafa læknar og þeirra sjúklingar aðgang að lyfjalager eða apóteki sjúkrahússins. Fjarri höfuðborginni á hinn bóginn, er læknir á vegum heilsugæslu iðulega á gæsluvakt fyrir ákveðið svæði allan sólarhringinn og er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni bráðum veikindum sem ekki alltaf krefjast innlagnar á sjúkrahús eða meðferðar á bráðamóttöku. Ég þori að fullyrða að á hverjum einasta degi koma hins vegar upp tilvik þar sem veikt fólk á landsbyggð, lendir í því að þurfa tiltekna lyfjameðferð utan dagvinnu en ekkert apótek er opið til að afhenda fólki þau lyf sem læknir telur nauðsynleg. Það leiðir því miður oft til ónákvæmrar meðferðar þegar lyf eru tekin úr lyfjaskáp heilsugæslu sem er með takmörkuðu úrvali, eða til þess að töf verður á að meðferð hefjist, ef bíða þarf til næsta dags eða fram yfir helgi. Þessi staða er uppi á stórum svæðum víða um land, að bróðurpart sólarhrings virka daga, sunnudaga og helgidaga eru engin apótek opin til að þjónusta veika Íslendinga og aðra sem dvelja hér á landi. Sem dæmi má nefna að alla virka daga eftir klukkan 18:00 eru engin apótek opin á öllu Austurlandi, og að sama skapi er ekki eitt einasta apótek opið frá kl 14:00 á laugardögum til mánudags kl 10:00 – í öllum landsfjórðungnum eins og hann leggur sig. Til að koma til móts við þennan skort á þjónustu og framboði smásala lyfja, hefur algjör lágmarkslausn orðið ofan á, sem má deila um hvort sé fullnægjandi og hvort eigi að vera föst í sessi enda má segja að hún sé hvorki fugl né fiskur. Þannig hefur verið komið upp skáp inni á heilsugæslum í héraði, með völdum lyfjum úr apótekinu sem læknar afgreiða úr utan opnunartíma apótekanna og sem starfsmenn apóteka fylla á. Skárra en ekkert vissulega, en því miður er framboðið í þessum skápum afar naumt og ábyrgð á áfyllingu oft á tíðum ekki tekin nægilega alvarlega. Með þessari lágmarkslausn, leggja lyfsalar litla fingur á plóg en sleppa undan þeim kostnaði, ábyrgð og vinnu sem felst í vaktskyldu sem væri til að mynda hægt að hafa innifalin í rekstrarleyfi apóteka. Má þá hafa í huga að ekki er heimilt að selja flest lyf í öðrum verslunum. Engin lög eða reglugerðir virðast heldur skilgreina ábyrgð lyfsala á framboði eða áfyllingu lyfjaskápa á heilsugæslu og er hipsumhaps hve reglulega er fyllt á þá, misjafnt eftir tímabilum og svæðum. Það sem meira er sumir lyfsalar verða samdauna þessari greiðvikni heilsugæslunnar og malda jafnvel í móinn þegar læknar óska eftir að auka úrval neyðarlyfja í lyfjaskáp með það í huga að bæta gæði og öryggi þjónustunnar. Lyfsalar taka því þá sem gefnu og virðast hafa gleymt þeim sparnaði og vinnu sem heilbrigðisstofnanir og vakthafandi læknar viðkomandi svæða hafa tekið á sig fyrir þeirra hönd. Árið 2020 voru ný lyfjalög samþykkt á alþingi og taka þau m.a. mið af reglugerðum og tilskipunum EES og ESB. Þar eru tilgreind í fyrsta kafla, markmið laganna m.a.: „að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum [...]“ Þrátt fyrir þessi göfugu orð, þá er ábyrgð lyfsala, hvergi nægilega vel skilgreind þegar lengra er lesið. Smásöluaðilar lyfja hafa því væntanlega ekki lögformlegar skyldur eða ábyrgð hvað varðar opnunartíma eða vaktskyldu lyfjafræðinga en víkjast því miður undan siðferðislegu skyldunni eða hafa ekki leitt hugann að henni. Ásýndin vekur upp þá spurningu hvort starfsemin grundvallist einungis á arðsemi án þess að litið sé til ábyrgðar og skyldu gagnvart Íslendingum sem veikjast. Mætti segja að með skeytingarleysinu sé lítið gert úr mikilvægi lyfjafræðinga og hlutverki þeirra við veitingu heilbrigðisþjónustu, að rétt sé staðið að málum við lyfjablöndun, ráðgjöf og afhendingu lyfja. Taka má dæmi af stórri keðju apóteka hérlendis með útibú víða um land sem greiddi sér hálfan milljarð í arð árið 2022. Rekstrargrundvöllurinn hlýtur að vera til staðar fyrir rýmri opnunartíma eða bakvakt lyfjafræðings, þó ekki væri nema miðsvæðis á einum landsfjórðungi. Hugsanlega telja stóru verslunarkeðjurnar að apótek séu barn síns tíma á landsbyggð og sala á lyfjum sé ekki nægilega arðbær til að veita megi neyðarþjónustu utan dagvinnu. Ef apótekum á einkamarkaði tekst ekki að tryggja aðgengi landsmanna að lyfjum, þá þarf að finna aðrar lausnir. Enda getur tímanleg og rétt lyfjameðferð oft á tíðum komið í veg fyrir að veikindi versni, eða þegar best lætur komið í veg fyrir sjúkrahúsinnlögn. OLLE [of langt, las ekki]: Tryggja þarf aðgengi allra Íslendinga að nauðsynlegum lyfjum, hvenær sem þeirra er þörf. Ein leið væri að skilgreina nánar með reglugerð eða í rekstraleyfi, ábyrgð lyfsala gagnvart rúmum opnunartíma eða vaktþjónustu lyfjafræðinga utan dagvinnu. Höfundur er heimilislæknir.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun