Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2023 13:23 Fyrirtækið hafði til skoðunar að reisa níu hundruð íbúðir. Vísir/Vilhelm Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði.
Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira