Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Árni Sæberg skrifar 5. júní 2023 23:44 Inga Sæland og Kristrún Frostadóttir gefa lítið fyrir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Stöð 2 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. „Þar erum við að gera ráð fyrir 36 milljarða króna aðhaldi, annars vegar tekjuöflun upp á átján milljarða og hins vegar aðhald í rekstri upp á sambærilega fjárhæð, 17,8 milljarða. Það gerum við til dæmis með því að draga úr ferðakostnaði hins opinbera. Það gerum við með því að fresta enn frekar framkvæmdum og það gerum við með því að spara í rekstri,“ sagði Katrín þegar hún ræddi aðgerðapakkann við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í dag. Í fréttinni hér að neðan má allar boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. „Við stöndum vörð um grunnþjónustuna, heilbrigðiskerfið og félagslegu kerfin, löggæsluna eins og áður hafði verið boðað. Við sjáum fram á að þarna munum við ná aðhaldi. Hins vegar, vegna þess að við sjáum það líka að húsnæðismálin eru stóra viðfangsefnið, þá höfum við ákveðið, eins og ég sagði, að fresta enn frekari framkvæmdum, en nýta það svigrúm sem skapast til að styðja betur við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði með því að tvöfalda fjölda þeirra íbúða sem við getum byggt með aðgerðum hins opinbera,“ segir forsætisráðherra. Samfylkingin kynnti eigin hugmyndir Samfylkingin viðraði í dag eigin hugmyndir að aðgerðum til þess að kveða niður verðbólgudrauginn. Þær felast meðal annars í leigubremsu og vaxtabótaauka fyrir heimilin. Kristrún Frostadóttir ræddi málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. „Mér finnst mikilvægt að halda því til haga að hér er mikið verið að endurvinna gamalt efni og það er ekkert í þessum tillögum sem tekur á raunverulegum vanda fólks sem stendur frammi fyrir stökkbreyttum lánum eða aukinni byrði vegna þess að matvara hefur hækkað og þess háttar, í dag eða núna á næstu misserum. Þetta eru allt tillögur sem miða að því að skoða þróunina næstu fjögur til fimm árin. Og þar kemur verkefnalistinn sem við í Samfylkingunni kynntum í dag inn,“ segir Kristrún. Hún bendir sérstaklega á tillögur um vaxtabótaauka, uppbyggingu á húsnæðismarkaði og leigubremsu, áður en leiguverð hækkar enn frekar í sumar og í haust. Kristrún segir að auðvelt væri að fjármagna aðgerðirnar með því að loka fyrir það sem hún kallar hið svokallaða ehf.-gat. „Sem er ekkert annað en skattaundanskot, þar sem hægt er að greiða fjármagnstekjur af launagreiðslum. Betri endurvinnsla en á fernum „Ég tek undir með Kristrúnu hvað það varðar að þetta er endurunnið efni. Þetta er jafnvel betur endurunnið en er farið með okkur í þessu mjólkurfernuendurvinnsluuppvaski. En það sem er að gerast núna, það er ekkert að frétta. Hins vegar ef hefði verið hlustað á Flokk fólksins, þar sem við erum búin að leggja fram frumvarp eftir frumvarp ár eftir ár, afnám verðtryggingar á neytendalán, með leigubremsuna, sem ég hefði gjarnan viljað að félagi minn Kristrún og hennar flokkur hefði tekið undir breytingartillögu okkar í desember síðastliðnum,“ segir Inga. Þá segir Inga að Flokkur flokksins vilji að bankaskattur verði hækkaður aftur upp í það sem var áður. „Níu milljarðar og takk fyrir.“ „Við til dæmis sjáum það í þessari áætlun sem við fengum birta í dag frá ráðherrunum að það er verið að tala um þrettán milljarða á næstu fimm árum í hækkandi í veiðigjöld. Við erum að tala um aðgerðir núna og það sér þess hvergi stað, til dæmis að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu, sem myndi slá á verðbólgu bara á einni nóttu um 1,1 prósent. En sjálfsagt munar ríkisstjórnina ekkert um það að lækka verðbólguna niður í 8,4 prósent á einni nóttu. En það hefði Flokkur fólksins hins vegar gert og með okkar aðgerðaáætlun værum við ekki að takast á við þessa ömurlegu verðbólgu og okurvexti sem við erum að gera í dag,“ segir Inga að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
„Þar erum við að gera ráð fyrir 36 milljarða króna aðhaldi, annars vegar tekjuöflun upp á átján milljarða og hins vegar aðhald í rekstri upp á sambærilega fjárhæð, 17,8 milljarða. Það gerum við til dæmis með því að draga úr ferðakostnaði hins opinbera. Það gerum við með því að fresta enn frekar framkvæmdum og það gerum við með því að spara í rekstri,“ sagði Katrín þegar hún ræddi aðgerðapakkann við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í dag. Í fréttinni hér að neðan má allar boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. „Við stöndum vörð um grunnþjónustuna, heilbrigðiskerfið og félagslegu kerfin, löggæsluna eins og áður hafði verið boðað. Við sjáum fram á að þarna munum við ná aðhaldi. Hins vegar, vegna þess að við sjáum það líka að húsnæðismálin eru stóra viðfangsefnið, þá höfum við ákveðið, eins og ég sagði, að fresta enn frekari framkvæmdum, en nýta það svigrúm sem skapast til að styðja betur við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði með því að tvöfalda fjölda þeirra íbúða sem við getum byggt með aðgerðum hins opinbera,“ segir forsætisráðherra. Samfylkingin kynnti eigin hugmyndir Samfylkingin viðraði í dag eigin hugmyndir að aðgerðum til þess að kveða niður verðbólgudrauginn. Þær felast meðal annars í leigubremsu og vaxtabótaauka fyrir heimilin. Kristrún Frostadóttir ræddi málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. „Mér finnst mikilvægt að halda því til haga að hér er mikið verið að endurvinna gamalt efni og það er ekkert í þessum tillögum sem tekur á raunverulegum vanda fólks sem stendur frammi fyrir stökkbreyttum lánum eða aukinni byrði vegna þess að matvara hefur hækkað og þess háttar, í dag eða núna á næstu misserum. Þetta eru allt tillögur sem miða að því að skoða þróunina næstu fjögur til fimm árin. Og þar kemur verkefnalistinn sem við í Samfylkingunni kynntum í dag inn,“ segir Kristrún. Hún bendir sérstaklega á tillögur um vaxtabótaauka, uppbyggingu á húsnæðismarkaði og leigubremsu, áður en leiguverð hækkar enn frekar í sumar og í haust. Kristrún segir að auðvelt væri að fjármagna aðgerðirnar með því að loka fyrir það sem hún kallar hið svokallaða ehf.-gat. „Sem er ekkert annað en skattaundanskot, þar sem hægt er að greiða fjármagnstekjur af launagreiðslum. Betri endurvinnsla en á fernum „Ég tek undir með Kristrúnu hvað það varðar að þetta er endurunnið efni. Þetta er jafnvel betur endurunnið en er farið með okkur í þessu mjólkurfernuendurvinnsluuppvaski. En það sem er að gerast núna, það er ekkert að frétta. Hins vegar ef hefði verið hlustað á Flokk fólksins, þar sem við erum búin að leggja fram frumvarp eftir frumvarp ár eftir ár, afnám verðtryggingar á neytendalán, með leigubremsuna, sem ég hefði gjarnan viljað að félagi minn Kristrún og hennar flokkur hefði tekið undir breytingartillögu okkar í desember síðastliðnum,“ segir Inga. Þá segir Inga að Flokkur flokksins vilji að bankaskattur verði hækkaður aftur upp í það sem var áður. „Níu milljarðar og takk fyrir.“ „Við til dæmis sjáum það í þessari áætlun sem við fengum birta í dag frá ráðherrunum að það er verið að tala um þrettán milljarða á næstu fimm árum í hækkandi í veiðigjöld. Við erum að tala um aðgerðir núna og það sér þess hvergi stað, til dæmis að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu, sem myndi slá á verðbólgu bara á einni nóttu um 1,1 prósent. En sjálfsagt munar ríkisstjórnina ekkert um það að lækka verðbólguna niður í 8,4 prósent á einni nóttu. En það hefði Flokkur fólksins hins vegar gert og með okkar aðgerðaáætlun værum við ekki að takast á við þessa ömurlegu verðbólgu og okurvexti sem við erum að gera í dag,“ segir Inga að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent