„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2023 12:31 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti á mótum í Danmörku og Noregi undanfarna daga. FRÍ/Marta María „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira