Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 22:25 Zlatan var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda. AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45