Það voru Juventus og Roma sem mættust í úrslitaleik ítalska bikarsins í dag.
Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í leiknum og hún spilaði allan leikinn.
Eina mark leiksins, markið sem tryggði Juventus bikarmeistaratitilinn, lét bíða eftir sér því það var ekki fyrr en á annarri mínútu uppbótatíma venjulegs leiktíma sem Barbara Bonansea tryggði Juventus titilinn eftirsótta.
Enn ein rósin í hnappagatið hjá Söru Björk á mögnuðum knattspyrnuferli hennar til þessa.
FT | | WE ARE THREE-TIME COPPA ITALIA CHAMPIONS! #JuveRoma pic.twitter.com/LJFuNhPDUA
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) June 4, 2023