Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 12:31 Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana. Aðsend Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira
Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend
Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira