Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 22:23 Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna frétta dagsins segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni. Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni.
Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira