„Þetta verður önnur íþrótt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 13:00 Óskar Hrafn segir von á skemmtun á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik kvöldsins við Víking á Kópavogsvelli. Blikar geta minnkað forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
„Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira