Hulunni svipt af Rússlandi Finnur Th. Eiríksson skrifar 2. júní 2023 11:00 Undanfarið hálft annað ár hefur umræðuhefðin um Rússland tekið nokkrum breytingum. Í rúma þrjá áratugi hafði lítið borið á gagnrýni vestrænna stjórnmálamanna á Rússland. Sömuleiðis hafði dregið úr viðleitni fræðimanna til að fjalla um Sovétríkin og Rússland á gagnrýninn hátt. Þvert á móti hafði hluti fræðasamfélagsins að ýmsu leyti tekið upp orðræðu sovéskra og rússneskra yfirvalda. Þessi staða hefur meðal annars verið ómeðvituð afleiðing þeirrar vinnureglu að fræðasamfélagið ætti að horfa gagnrýnni augum á Vesturlönd en aðra heimshluta – tvöfaldur staðall sem hefur skekkt heimssýn margra. En nú, í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu, er útlit fyrir að breyting verði þar á. Virtir Rússlandsfræðingar hafa lagt til að fræðasamfélagið breyti afstöðu sinni til Rússlands. Í því samhengi má nefna grein Susan Smith-Peter, doktors í Rússlandsfræðum, en hún skrifar: „Sem sérfræðingar um Rússland þurfum við að leggjast í alvarlega siðferðislega sjálfsskoðun um hvernig við höfum tekið sjónarhorni rússneskra yfirvalda sem sjálfgefnu. Höfum við á einhvern hátt tekið þátt í upphafningu á Rússlandi líkt og Pútín hefur gert á svo öfgafullan hátt?“ Annað dæmi er Dr. Marina Mogilner, einn ritstjóra tímaritsins Ab Imperio, sem er þeirrar skoðunar að það þurfi að „afnýlenduvæða“ svið rússneskra fræða. Aukinn fjöldi skrifa af þessu tagi gæti bent til þess að viðteknar söguskoðanir um Rússland séu að breytast í grundvallaratriðum. Rússland sem nýlenduveldi, sovétlýðveldi og forsetaveldi Fræðasamfélagið hefur áratugum saman verið óvægið í gagnrýni sinni á nýlenduvæðingu Vestur-Evrópu. En tæpri öld eftir að Kólumbus rambaði á Norður-Ameríku hóf Rússneska keisaradæmið sams konar nýlenduvæðingu í Síberíu. Ein og sér er Síbería stærri en Kanada að flatarmáli og er því um að ræða gríðarlegt landflæmi. Frumbyggjar Síberíu áttu ekkert skyldara við Rússa en frumbyggjar Ameríku áttu við Vestur-Evrópubúa. En hingað til hafa fáir viljað skilgreina yfirtöku Rússa á Síberíu sem dæmi um nýlenduvæðingu. Svipaður tvöfaldur staðall var einnig áberandi þegar Sovétríkin – arftaki Rússneska keisaradæmisins – hélt á lofti linnulausri gagnrýni á vestræna heimsvaldastefnu á tímum kalda stríðsins. Þessi gagnrýni kom auðvitað úr hörðustu átt. Sovétríkin ráku sína eigin heimsvaldastefnu sem gaf vestrænni heimsvaldastefnu ekkert eftir. Undir yfirskini frelsis og mannréttinda voru heilu þjóðirnar og heimshlutarnir hnepptir í þrældóm kommúnismans. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur snarfækkaði yfirlýstum kommúnistaríkjum á heimsvísu. Þau ríki sem enn í dag byggja á kommúnisma eru undantekningarlaust alræðisríki sem fáir taka mark á. Fyrrum Sovétríkin tóku ýmist upp lýðræði eða urðu að grímulausum fasistaríkjum. Hvað varðar sjálft Rússland, þá missti það af tækifæri sínu til að verða lýðræðisríki. Árið 1993, þegar rússneska þingið hafði um skeið mótmælt afleitri efnahagsstefnu Bóris Jeltsín, átti sér stað stjórnarbylting. Að lokum fékk Jeltsín herinn í lið með sér og þann 4. október lét hann varpa sprengjum á rússneska þinghúsið. Tveimur mánuðum síðar var ný stjórnarskrá samþykkt sem jók völd forsetans til muna. Síðan þá hefur í besta falli verið hægt að tala um gervilýðræði í Rússlandi. Afstöðubreyting Vesturlanda Hrun heimskommúnismans markaði kaflaskil í mannkynssögunni. Tíundi áratugurinn einkenndist af almennri jákvæðni í garð hinna nýfrelsuðu ríkja Austur-Evrópu, þeirra á meðal Rússlands, svo lítið bar á gagnrýnni umfjöllun um Jeltsín í vestrænum fjölmiðlum. Árin eftir 2000 einkenndust einnig af varkárni fjölmiðla og stjórnmálamanna gagnvart Rússlandi. Til dæmis var tiltölulega lítið fjallað um innrás og innlimun Rússlands á svæðum Georgíu árið 2008. Það var ekki fyrr en við sambærilega innlimun á svæðum Úkraínu árið 2014 sem örla fór á afstöðubreytingu gagnvart rússneskum yfirvöldum. Botninn tók svo úr þegar herir Pútíns gerðu innrás í Úkraínu í fyrra. Síðan þá hafa vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn blessunarlega fundið sig knúna til að fjalla á gagnrýninn hátt um rússnesk yfirvöld. Uppgjör við nálæga fortíð Í tæpa þrjá áratugi reyndu fulltrúar Vesturlanda að sannfæra sig og aðra um að yfirvöld í Rússlandi væru þeim vinveitt. En ýmislegt hefur komið upp úr kafinu varðandi fjandsamleg afskipti rússneskra yfirvalda af málefnum Vesturlanda undanfarna áratugi. Þar má nefna tilraunir til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og dreifing áróðurs á samskiptamiðlum. Á komandi árum mun eiga sér stað uppgjör við þetta tímabil, ekki síður innan fræðasamfélagsins og á vettvangi stjórnmálanna. Í lok greinar sinnar segir Dr. Smith-Peter: „Ég tel mig vera á batavegi eftir að hafa haft sjónarhorn „rússneskrar ríkishyggju“ og alls ekki aðskilda þeim vandamálum sem ég hef bent á.“ Mig langar að hvetja fræðasamfélagið á Íslandi til að leggjast í sambærilega sjálfsskoðun. Ég hvet það til að velta fyrir sér hvort umrætt sjónarhorn hafi einnig verið til staðar hér á landi, því enn er margt á huldu varðandi samskipti Rússlands og Vesturlanda fyrir innrásina í Úkraínu. Án vafa leynast þar verðug rannsóknarverkefni sem myndu njóta góðs af nýju og gagnrýnu sjónarhorni. Höfundur er málvísindanemi og áhugamaður um alþjóðamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hálft annað ár hefur umræðuhefðin um Rússland tekið nokkrum breytingum. Í rúma þrjá áratugi hafði lítið borið á gagnrýni vestrænna stjórnmálamanna á Rússland. Sömuleiðis hafði dregið úr viðleitni fræðimanna til að fjalla um Sovétríkin og Rússland á gagnrýninn hátt. Þvert á móti hafði hluti fræðasamfélagsins að ýmsu leyti tekið upp orðræðu sovéskra og rússneskra yfirvalda. Þessi staða hefur meðal annars verið ómeðvituð afleiðing þeirrar vinnureglu að fræðasamfélagið ætti að horfa gagnrýnni augum á Vesturlönd en aðra heimshluta – tvöfaldur staðall sem hefur skekkt heimssýn margra. En nú, í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu, er útlit fyrir að breyting verði þar á. Virtir Rússlandsfræðingar hafa lagt til að fræðasamfélagið breyti afstöðu sinni til Rússlands. Í því samhengi má nefna grein Susan Smith-Peter, doktors í Rússlandsfræðum, en hún skrifar: „Sem sérfræðingar um Rússland þurfum við að leggjast í alvarlega siðferðislega sjálfsskoðun um hvernig við höfum tekið sjónarhorni rússneskra yfirvalda sem sjálfgefnu. Höfum við á einhvern hátt tekið þátt í upphafningu á Rússlandi líkt og Pútín hefur gert á svo öfgafullan hátt?“ Annað dæmi er Dr. Marina Mogilner, einn ritstjóra tímaritsins Ab Imperio, sem er þeirrar skoðunar að það þurfi að „afnýlenduvæða“ svið rússneskra fræða. Aukinn fjöldi skrifa af þessu tagi gæti bent til þess að viðteknar söguskoðanir um Rússland séu að breytast í grundvallaratriðum. Rússland sem nýlenduveldi, sovétlýðveldi og forsetaveldi Fræðasamfélagið hefur áratugum saman verið óvægið í gagnrýni sinni á nýlenduvæðingu Vestur-Evrópu. En tæpri öld eftir að Kólumbus rambaði á Norður-Ameríku hóf Rússneska keisaradæmið sams konar nýlenduvæðingu í Síberíu. Ein og sér er Síbería stærri en Kanada að flatarmáli og er því um að ræða gríðarlegt landflæmi. Frumbyggjar Síberíu áttu ekkert skyldara við Rússa en frumbyggjar Ameríku áttu við Vestur-Evrópubúa. En hingað til hafa fáir viljað skilgreina yfirtöku Rússa á Síberíu sem dæmi um nýlenduvæðingu. Svipaður tvöfaldur staðall var einnig áberandi þegar Sovétríkin – arftaki Rússneska keisaradæmisins – hélt á lofti linnulausri gagnrýni á vestræna heimsvaldastefnu á tímum kalda stríðsins. Þessi gagnrýni kom auðvitað úr hörðustu átt. Sovétríkin ráku sína eigin heimsvaldastefnu sem gaf vestrænni heimsvaldastefnu ekkert eftir. Undir yfirskini frelsis og mannréttinda voru heilu þjóðirnar og heimshlutarnir hnepptir í þrældóm kommúnismans. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur snarfækkaði yfirlýstum kommúnistaríkjum á heimsvísu. Þau ríki sem enn í dag byggja á kommúnisma eru undantekningarlaust alræðisríki sem fáir taka mark á. Fyrrum Sovétríkin tóku ýmist upp lýðræði eða urðu að grímulausum fasistaríkjum. Hvað varðar sjálft Rússland, þá missti það af tækifæri sínu til að verða lýðræðisríki. Árið 1993, þegar rússneska þingið hafði um skeið mótmælt afleitri efnahagsstefnu Bóris Jeltsín, átti sér stað stjórnarbylting. Að lokum fékk Jeltsín herinn í lið með sér og þann 4. október lét hann varpa sprengjum á rússneska þinghúsið. Tveimur mánuðum síðar var ný stjórnarskrá samþykkt sem jók völd forsetans til muna. Síðan þá hefur í besta falli verið hægt að tala um gervilýðræði í Rússlandi. Afstöðubreyting Vesturlanda Hrun heimskommúnismans markaði kaflaskil í mannkynssögunni. Tíundi áratugurinn einkenndist af almennri jákvæðni í garð hinna nýfrelsuðu ríkja Austur-Evrópu, þeirra á meðal Rússlands, svo lítið bar á gagnrýnni umfjöllun um Jeltsín í vestrænum fjölmiðlum. Árin eftir 2000 einkenndust einnig af varkárni fjölmiðla og stjórnmálamanna gagnvart Rússlandi. Til dæmis var tiltölulega lítið fjallað um innrás og innlimun Rússlands á svæðum Georgíu árið 2008. Það var ekki fyrr en við sambærilega innlimun á svæðum Úkraínu árið 2014 sem örla fór á afstöðubreytingu gagnvart rússneskum yfirvöldum. Botninn tók svo úr þegar herir Pútíns gerðu innrás í Úkraínu í fyrra. Síðan þá hafa vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn blessunarlega fundið sig knúna til að fjalla á gagnrýninn hátt um rússnesk yfirvöld. Uppgjör við nálæga fortíð Í tæpa þrjá áratugi reyndu fulltrúar Vesturlanda að sannfæra sig og aðra um að yfirvöld í Rússlandi væru þeim vinveitt. En ýmislegt hefur komið upp úr kafinu varðandi fjandsamleg afskipti rússneskra yfirvalda af málefnum Vesturlanda undanfarna áratugi. Þar má nefna tilraunir til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og dreifing áróðurs á samskiptamiðlum. Á komandi árum mun eiga sér stað uppgjör við þetta tímabil, ekki síður innan fræðasamfélagsins og á vettvangi stjórnmálanna. Í lok greinar sinnar segir Dr. Smith-Peter: „Ég tel mig vera á batavegi eftir að hafa haft sjónarhorn „rússneskrar ríkishyggju“ og alls ekki aðskilda þeim vandamálum sem ég hef bent á.“ Mig langar að hvetja fræðasamfélagið á Íslandi til að leggjast í sambærilega sjálfsskoðun. Ég hvet það til að velta fyrir sér hvort umrætt sjónarhorn hafi einnig verið til staðar hér á landi, því enn er margt á huldu varðandi samskipti Rússlands og Vesturlanda fyrir innrásina í Úkraínu. Án vafa leynast þar verðug rannsóknarverkefni sem myndu njóta góðs af nýju og gagnrýnu sjónarhorni. Höfundur er málvísindanemi og áhugamaður um alþjóðamál.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar