Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2023 19:20 Forseti Úkraínu sagði leiðtogum Evrópu í dag að stund ákvarðana varðandi framtíð Úkraínu í Evrópusambandinu og NATO væri runnin upp. AP/Vadim Ghird Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. Fjörutíu og sjö þjóðarleiðtogar ásamt leiðtogum Evrópusambandsins komu saman í Khisiná höfuðborg Moldóvu í dag til annars leiðtogafundar Stjórnmálasamfélags Evrópu. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Katrín Jakobsdóttir segir leiðtoga Evrópu almennt hafa verið jákvæða gagnvart því að tímamót verði á leiðtogafundi NATO í júli varðandi aðildarferli Úkraínu að bandalaginu. Hér er hún með Maiu Sandu forseta Moldóvu og gestgjafa leiðtogafundarins í dag.AP/Andreea Alexandru „Auðvitað er þetta engin tilviljun eins og þú réttilega segir. Við erum bara rétt við landamærin þar sem stríðið geisar. Það setti líka svip sinn á fundinn að það voru árásir á Kænugarð í nótt þar sem varð mannfall. Þar á meðal börn,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem tók þátt í leiðtogafundinum í dag. Maia Sandau forseti Moldóvu fagnaði Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu við komuna til fundarins. Hann þakkaði Moldóvum fyrir stuðninginn frá upphafi innrásar Rússa og móttöku fjölda flóttamanna. Zelensky talaði tæpitungulaust þegar hann ávarpaði leiðtogana og sagði hvorki hægt að líða frosið ástand á vígstöðvunum né heitt stríð í Evrópu. Evrópa þyrfti réttlátan frið í Úkraínu. Úkraínuforseti segir Evrópuþjóðir með landamæri að Rússlandi hafa um það að velja að standa í stríði og hægfara innlimun Rússa eða gerast aðilar að Evrópusambandinu og NATO.AP/Carl Cour „Það er þess vegan sem sérhvert Evrópuríki sem á landamæri að Rússlandi og vill ekki að Rússland rífi það í sundur ætti að fá fulla aðild að Evrópusambandinu og NATO. Það eru aðeins tveir aðrir kostir í boði: Annað hvort opið stríð eða hægfara rússneskt hernám. Við sjáum hvað er að gerast í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Zelensky. Úkraína þyrfti skýrar línur varðandi aðildarferlið að Evrópusambandinu og vegvísi um aðild að NATO fyrir leiðtogafund bandalagsins í Vilníus í Litháen í júlí. Fimmtíu leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins funduðu um ýmis mál álfunnar í dag þar sem málefni Úkraínu voru efst á baugi.AP/Carl Court „Tíminn er kominn og efasemdirnar verða að hverfa.Jákvæðar ákvarðanir fyrir Úkraínu verða jákvæðar ákvarðanir fyrir alla,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til annarra leiðtoga Evrópu. Forsætisráðherra segir þessari ósk Úkraínuforseta um skýr skilaboð á leiðtogafundi NATO í júlí hafa verið vel tekið, þótt ríki í stríði gangi ekki í NATO. „Skýr skilaboð og einhvers konar meiri fullvissa en áður hefur verið gefin um að dyrnar standi opnar fyrir Úkraínu. Eins að stuðningur sé áfram tryggður. Þær raddir voru hér mjög áberandi sem sögðu að þessi fundur þarf að marka einhver tímamót,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. 1. júní 2023 12:11 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fjörutíu og sjö þjóðarleiðtogar ásamt leiðtogum Evrópusambandsins komu saman í Khisiná höfuðborg Moldóvu í dag til annars leiðtogafundar Stjórnmálasamfélags Evrópu. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Katrín Jakobsdóttir segir leiðtoga Evrópu almennt hafa verið jákvæða gagnvart því að tímamót verði á leiðtogafundi NATO í júli varðandi aðildarferli Úkraínu að bandalaginu. Hér er hún með Maiu Sandu forseta Moldóvu og gestgjafa leiðtogafundarins í dag.AP/Andreea Alexandru „Auðvitað er þetta engin tilviljun eins og þú réttilega segir. Við erum bara rétt við landamærin þar sem stríðið geisar. Það setti líka svip sinn á fundinn að það voru árásir á Kænugarð í nótt þar sem varð mannfall. Þar á meðal börn,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem tók þátt í leiðtogafundinum í dag. Maia Sandau forseti Moldóvu fagnaði Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu við komuna til fundarins. Hann þakkaði Moldóvum fyrir stuðninginn frá upphafi innrásar Rússa og móttöku fjölda flóttamanna. Zelensky talaði tæpitungulaust þegar hann ávarpaði leiðtogana og sagði hvorki hægt að líða frosið ástand á vígstöðvunum né heitt stríð í Evrópu. Evrópa þyrfti réttlátan frið í Úkraínu. Úkraínuforseti segir Evrópuþjóðir með landamæri að Rússlandi hafa um það að velja að standa í stríði og hægfara innlimun Rússa eða gerast aðilar að Evrópusambandinu og NATO.AP/Carl Cour „Það er þess vegan sem sérhvert Evrópuríki sem á landamæri að Rússlandi og vill ekki að Rússland rífi það í sundur ætti að fá fulla aðild að Evrópusambandinu og NATO. Það eru aðeins tveir aðrir kostir í boði: Annað hvort opið stríð eða hægfara rússneskt hernám. Við sjáum hvað er að gerast í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Zelensky. Úkraína þyrfti skýrar línur varðandi aðildarferlið að Evrópusambandinu og vegvísi um aðild að NATO fyrir leiðtogafund bandalagsins í Vilníus í Litháen í júlí. Fimmtíu leiðtogar Evrópuríkja og Evrópusambandsins funduðu um ýmis mál álfunnar í dag þar sem málefni Úkraínu voru efst á baugi.AP/Carl Court „Tíminn er kominn og efasemdirnar verða að hverfa.Jákvæðar ákvarðanir fyrir Úkraínu verða jákvæðar ákvarðanir fyrir alla,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til annarra leiðtoga Evrópu. Forsætisráðherra segir þessari ósk Úkraínuforseta um skýr skilaboð á leiðtogafundi NATO í júlí hafa verið vel tekið, þótt ríki í stríði gangi ekki í NATO. „Skýr skilaboð og einhvers konar meiri fullvissa en áður hefur verið gefin um að dyrnar standi opnar fyrir Úkraínu. Eins að stuðningur sé áfram tryggður. Þær raddir voru hér mjög áberandi sem sögðu að þessi fundur þarf að marka einhver tímamót,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. 1. júní 2023 12:11 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. 1. júní 2023 12:11
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16