Dökkar hliðar mannkyns og kona sem liggur banaleguna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 17:34 Styrkþegarnir Margrét og Magnús ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarráðherra í Gunnarshúsi í dag. Miðstöð íslenskra bókmennta Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti í dag Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til tveggja höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Það eru þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir. Í umsögn segir að ljóðabók Magnúsar veki lesanda til umhugsunar um dökkar hliðar mannsins og fjallar skáldsaga Margrétar um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Nemur hvor styrkur hálfri milljón króna. Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar setti athöfnina, sagði frá tilurð og útfærslu Nýræktarstyrkjanna og nefndi m.a. að handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna á liðnu ári, Pedro Gunnlaugur Garcia, væri einn margra höfunda sem Nýræktarstyrkur hefur veitt byr í seglin. Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Mannakjöt Magnús Jochum Pálsson er 25 ára ritlistarnemi og blaðamaður sem gaf út örsagnasafnið Óbreytt ástand sumarið 2018. Síðan hafa ljóð og sögur birst eftir hann í tímaritum, ljóðasöfnum og útvarpi. Styrkinn hlaut Magnús fyrir ljóðabók sem nefnist Mannakjöt. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Mannakjöt er heilsteypt og úthugsuð ljóðabók sem vekur lesandann til umhugsunar um dökkar hliðar mannkynsins og hvernig kunni að fara fyrir jörðinni breyti mannfólkið ekki hegðun sinni. Á frumlegan hátt yrkir höfundur um manneskjuna, græðgi hennar, fíkn og neyslu en einnig um hringrás lífsins, fjölskylduna, og allskyns fórnir jafnt á fólki og dýrum. Óvæntar myndir, forvitnilegar vísanir og skemmtilegur leikur að orðum og formi magna áhrif ljóðanna“ Grunnsævi Margrét Marteinsdóttir er fædd árið 1971 og uppalin í Breiðholti. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundaði nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við HÍ. Stærstan hluta starfsævinnar hefur Margrét unnið í fjölmiðlum, nú á Heimildinni. Styrkinn hlaut Margrét fyrir skáldsöguna Gunnsævi. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Grunnsævi er marglaga skáldsaga um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Áleitin frásögn um áföll og sársauka sem halda áfram að erfast milli kynslóða „þar til einhver stoppar í gatið“. Teflt er fínlega saman djúpri löngun til að ná stjórn á lífi sínu og getuleysi til að endurskrifa örlögin. Blærinn á sögunni er grípandi, stíllinn raunsæislegur og einstaklega myndrænn.“ Bókmenntir Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nemur hvor styrkur hálfri milljón króna. Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar setti athöfnina, sagði frá tilurð og útfærslu Nýræktarstyrkjanna og nefndi m.a. að handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna á liðnu ári, Pedro Gunnlaugur Garcia, væri einn margra höfunda sem Nýræktarstyrkur hefur veitt byr í seglin. Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Mannakjöt Magnús Jochum Pálsson er 25 ára ritlistarnemi og blaðamaður sem gaf út örsagnasafnið Óbreytt ástand sumarið 2018. Síðan hafa ljóð og sögur birst eftir hann í tímaritum, ljóðasöfnum og útvarpi. Styrkinn hlaut Magnús fyrir ljóðabók sem nefnist Mannakjöt. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Mannakjöt er heilsteypt og úthugsuð ljóðabók sem vekur lesandann til umhugsunar um dökkar hliðar mannkynsins og hvernig kunni að fara fyrir jörðinni breyti mannfólkið ekki hegðun sinni. Á frumlegan hátt yrkir höfundur um manneskjuna, græðgi hennar, fíkn og neyslu en einnig um hringrás lífsins, fjölskylduna, og allskyns fórnir jafnt á fólki og dýrum. Óvæntar myndir, forvitnilegar vísanir og skemmtilegur leikur að orðum og formi magna áhrif ljóðanna“ Grunnsævi Margrét Marteinsdóttir er fædd árið 1971 og uppalin í Breiðholti. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundaði nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við HÍ. Stærstan hluta starfsævinnar hefur Margrét unnið í fjölmiðlum, nú á Heimildinni. Styrkinn hlaut Margrét fyrir skáldsöguna Gunnsævi. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Grunnsævi er marglaga skáldsaga um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Áleitin frásögn um áföll og sársauka sem halda áfram að erfast milli kynslóða „þar til einhver stoppar í gatið“. Teflt er fínlega saman djúpri löngun til að ná stjórn á lífi sínu og getuleysi til að endurskrifa örlögin. Blærinn á sögunni er grípandi, stíllinn raunsæislegur og einstaklega myndrænn.“
Bókmenntir Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira