Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 16:32 Ekki er talið að skæð fuglaflensa sé orsök þess að ritur og lundar hafi drepist unnvörpum að undanförnu. Vísir/Steingrímur Dúi Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira