Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 14:04 Fiskiskip í Þórshöfn í Færeyjum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra. Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra.
Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira