„Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 10:54 Ekki þurfti að fara í vörslusviptingu á býlinu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun (MAST) hefur bannað dýrahald á sauðfjárbýli á Vesturlandi og falið lögreglustjóra að gefa út ákæru. Bæði búpeningur og gæludýr eru þegar farin af bænum. „Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira