Óábyrgt af ráðherra að tala gegn uppbyggingu í Skerjafirði Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 13:01 Alexandra Briem er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Sigurjón Íbúar í Skerjafirði í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu á svæðinu og áhrifum hennar á græn svæði. Umhverfisráðherra vill stöðva áformin en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir uppbygginguna gríðarlega mikilvæga. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira