Hvar er þríeykið? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. maí 2023 11:31 Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun