„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 16:00 Jimmy Butler sækir að körfu Boston í sigrinum í nótt. AP/Michael Dwyer Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira