Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 15:12 Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“ Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“
Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira