Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 13:30 FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í þrístökki bæði inn og úti í ár. FRÍ/Marta María FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira