Fótbolti

FC Kaup­manna­höfn danskur meistari annað árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markaskorarar dagsins.
Markaskorarar dagsins. Twitter@FCKobenhavn

Íslendingalið FC Kaupmannahöfn er danskur meistari annað árið í röð eftir sigur á Viborg þar sem Nordsjælland tapaði 5-1 fyrir Bröndby. FCK er því tvöfaldur meistari þar sem liðið varð á dögunum bikarmeistari.

FCK vissi að sigur á Viborg í dag gæti dugað til sigurs í dönsku úrvalsdeildinni þó svo að lokaumferð deildarinnar fari fram næstu helgi. Bæði Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu leik dagsins á bekknum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Hákon Arnar verið að glíma við veikindi og kom því ekki við sögu í dag.

Jordan Larsson kom FCK yfir eftir stundarfjórðung og svo fengu gestirnir vítaspyrnu þegar rúmu hálftími var liðinn. Diogo Gonçalves fór á punktinn en brenndi af. Boltinn hrökk hins vegar til hans og gat Gonçalves ekki annað en skorað, staðan 0-2 í hálfleik.

Heimamenn minnkuðu muninn í síðari háfleik og í kjölfarið kom Ísak Bergmann inn af bekknum. Hann nældi sér meðal annars í gult spjald í uppbótartíma á meðan leikmaður Viborg sá sitt annað gula spjald og heimaliðið því manni færri þegar flautað var af.

Lokatölur 2-1 FCK í vil sem dugar til sigurs þar sem Nordsjælland beið afhroð gegn Bröndby. Lokatölur þar 5-1 Bröndby í vil og FCK danskur meistari annað árið í röð.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Læri­sveinar Freys unnu gríðar­lega mikil­vægan sigur

Læri­sveinar Freys Alexanders­sonar í Lyng­by unnu í dag gríðar­lega mikil­vægan sigur á AaB í fall­bar­áttu dönsku úr­vals­deildarinnar í knatt­spyrnu. Lyng­by á mögu­leika á því að tryggja sér á­fram­haldandi veru í dönsku úr­vals­deildinni fyrir loka­um­ferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×