Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Árni Sæberg skrifar 28. maí 2023 19:06 Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið. J. Scott Applewhite/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn. Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn.
Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira