Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 12:21 Ritur eru meðal þeirra fugla sem hafa fundist, þessar dóu í fyrra en ekki úr fuglaflensu. Mynd/aðsend Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira