Haaland valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 10:45 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City. Clive Rose/Getty Images Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn