Appelsínugul viðvörun og úrkomusvæði nálgast Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 09:38 Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum. Þá er úrkomusvæði sagt nálgast landið. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum og gul víðar um landið. Á Austfjörðum er spáð norðvestan 20-28 metrum á sekúndu og gert ráð fyrir að vindhviður geti farið yfir 35 metra á sekúndu. Veðurstofa Íslands segir foktjón vera líklegt og hvetur fólk til að ganga frá lausamunum sínum á Austfjörðum. Varasamt ferðaveður er þar, sem og á Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Gert er ráð fyrir hríðarveðri á fjallavegum á Austurlandi að Glettingi. Á Norðurlandi eystra er spáð snjókomu á fjallavegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Snjókomu er svo spáð á norðanverðu Miðhálendinu. Gul viðvörun er nú í gildi víða um landið og appelsínugul á Austfjörðum.Veðurstofa Íslands Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að um þessar mundir sé fyrirstöðuhæð suður í hafi. Sú sé að beina öllum lægðum til okkar. „Ein þessara lægða kom upp að vestanverðu landinu í gær með tilheyrandi votviðri og allhvössum vindi. Þessi sama lægð er þegar þetta er skrifað stödd norðaustur af Langanesi og hefur vindur snúist til norðvestanáttar.“ Vindhraði fari minnkandi með morgninum á vestanverðu landinu en búast megi við hvassviðri eða stormi fyrir austan fram á síðdegið. „Á morgun nálgast okkur síðan úrkomusvæði frá næstu lægð. Þá má búast við suðvestan strekkingi með súld eða rigningu, en úrkomuminna á austanverðu landinu. Það hlýnar heldur til og hiti á morgun verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast austanlands.“ Veður Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Sjá meira
Veðurstofa Íslands segir foktjón vera líklegt og hvetur fólk til að ganga frá lausamunum sínum á Austfjörðum. Varasamt ferðaveður er þar, sem og á Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Gert er ráð fyrir hríðarveðri á fjallavegum á Austurlandi að Glettingi. Á Norðurlandi eystra er spáð snjókomu á fjallavegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Snjókomu er svo spáð á norðanverðu Miðhálendinu. Gul viðvörun er nú í gildi víða um landið og appelsínugul á Austfjörðum.Veðurstofa Íslands Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að um þessar mundir sé fyrirstöðuhæð suður í hafi. Sú sé að beina öllum lægðum til okkar. „Ein þessara lægða kom upp að vestanverðu landinu í gær með tilheyrandi votviðri og allhvössum vindi. Þessi sama lægð er þegar þetta er skrifað stödd norðaustur af Langanesi og hefur vindur snúist til norðvestanáttar.“ Vindhraði fari minnkandi með morgninum á vestanverðu landinu en búast megi við hvassviðri eða stormi fyrir austan fram á síðdegið. „Á morgun nálgast okkur síðan úrkomusvæði frá næstu lægð. Þá má búast við suðvestan strekkingi með súld eða rigningu, en úrkomuminna á austanverðu landinu. Það hlýnar heldur til og hiti á morgun verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast austanlands.“
Veður Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Sjá meira